Ferill 433. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 454  —  433. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fjarheilbrigðisþjónustu.

Frá Berglindi Hörpu Svavarsdóttur.


     1.      Er ráðuneytið með mótaða tímasetta stefnu í tæknivæðingu heilbrigðisþjónustunnar til að nútímavæða þjónustuformið og tryggja að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg öllum með hagkvæmum hætti?
     2.      Er lögð áhersla á að koma á fjarheilbrigðisþjónustu í stað þess að beina öllum, með dýrum ferðakostnaði, að skrifstofu hvers sérfræðings á suðvesturhorninu?
     3.      Er gert ráð fyrir fjármunum í nauðsynlegan tækjakost sem fylgir tæknivæðingu heilbrigðisþjónustunnar?
     4.      Hefur verið áætlaður sá sparnaður sem yrði með aukinni fjarþjónustu, þar sem færri íbúar á landsbyggðinni myndu sækja endurgreiðslu á ferðakostnaði til Sjúkratrygginga Íslands?
     5.      Hver er afstaða ráðherra til áforma um fjaraugnlækningar eins og Augnlæknastöðin hefur sýnt áhuga á í samskiptum sínum við ráðuneytið? Hver er afstaða ráðherra til að keypt verði tæki þannig að mögulegt verði að veita fjarþjónustu í heimabyggð og koma í veg fyrir ferðakostnað sem hlýst af þjónustusókn á suðvesturhornið?


Skriflegt svar óskast.